Dagana 12.-14. maí sitja flestir sterkustu skákmenn Rússlands að tafli og tefla fyrir heimaland sitt.

Keppendur safna peningum sem renna til stuðnings baráttunni við Covid-19 í Rússlandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skáksambands Rússlands.

Það var Vladimir Kramnik sjálfur sem átti frumkvæðið að mótshaldinu og er meðal keppenda. Í gær og í fyrradag hefur farið fram undankeppni en í dag hefst úrslitakeppnin. Þeir sem komust í úrslitakeppnina eru Peter Svidler, Evgeny Tomashevsky og Alexander Grischuk.

Lokastaða undankeppninnar

Position Participant Points / 14
1. Vladimir Kramnik 10.5
2. Peter Svidler 9
3. Evgeny Tomashevsky* 8
4. Alexander Grischuk* 8
5. Sergey Karjakin 7.5
6. Ernesto Inarkiev 5.5
7. Ian Nepomniachtchi 5
8. Alexander Riazantsev 2.5

 

 

 

Teflt er til úrslita í dag

Kl. 12
Vladimir Kramnik og Alexander Grischuk

Kl. 13
Peter Svidler og Evgeny Tomashevsky

Kl. 14.
Fjögurra skáka úrslitakeppni. Verði jafnt verður tefldur bráðabani.

Nánar á heimasíðu Lichess.

Hægt er að fylgjast með skákskýringum WIM Fiona Steil-Antoni og GM Evgenij Miroschnichenko:

 

- Auglýsing -