Eiríkur Björnsson hugsar stundum djúpt og lengi.

Eiríkur K. Björnsson sem jafnframt var skákstjóri náði að verða efstur á þriðjudagsmóti daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. Þrír voru hins vegar í öðru sæti með 3 vinninga; efstur þeirra var stigahástökkvari mótsins Hörður Jónasson en hann hækkaði um tæp 30 stig fyrir frammistöðuna. Helgi Hauksson kom þar á eftir og loks fulltrúi vaskra Breiðabliksmanna, Matthías Björgvin Kjartansson. Gott mót hjá Matthíasi; einungis tap gegn ofannefndum Helga í fyrstu umferð þýddi að hann náði ekki alveg sömu viðspyrnu á ELO listanum og þriðjudeginum áður.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Þriðjudagsmótin halda áfram út mánuðinn og næsta mót verður þriðjudagskvöldið 23. júní. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.

Af heimasíðu TR.

- Auglýsing -