Magnús Carlsen og Anish Giri unnu fyrstu einvígin í undanúrslitum Chessable Masters sem fram fór í gær. Carlsen vann Ding Liren 3-1 og sama gerði Giri gegn Ian Nepomniachtchi.

Ding missti samband í fyrstu skákinni og tapaði þannig í jafnteflisstöðu. Carlsen gaf í næstu skák til að bæta honum það upp. Carlsen vann svo tvær næstu skákir. Giri vann skákir 2 og 4 gegn Nepo en hinum tveimur lauk með jafntefli.

Aftur tefla þeir einvígi í dag. Þá þurfa Ding og Nepo nauðsynlega að vinna til að tryggja sér oddaeinvígi.

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -