Hannes að tafli í Prag. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2542) er meðal keppenda á alþjóðlegu móti sem hófst í Budejovice í Tékklandi í gær. Hann tapaði fyrir stigahæsta keppandum Alexander Donchenko (2646) í fyrstu umferð. Vart þarf að taka fram að Hannes er fyrsti íslenski skákmaðurinn sem teflir erlendis eftir heimsfaraldurinn.

Önnur umferð fer fram í dag. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann Lukas Cernousek (2458).

Tíu keppendur, og þar á meðal fjórir stórmeistarar, taka þátt og tefla allir við alla. Hannes er fjórði stigahæstur keppenda.

 

- Auglýsing -