Guðmundur og Hjörvar gerðu jafntefli í afar spennandi skák í dag. Það má sjá baksvipinn á Helga Áss. Mynd: RS

Ekki minnkaði spennan á Haustmóti TR eftir sjöundu umferð sem fram fór í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson berjast um sigurinn á mótinu. Lenka Ptácníková og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efst í b-flokki og Jóhann Jónsson er efstur í opnum flokki.

A-flokkur

Helgi Áss lagði Braga Þorfinnsson að velli í dag. Íslandsmeistarinn glottir. 

Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) og Guðmundur Kjartansson (2466) gerðu jafntefli í æsispennandi skák. Hjörvar hefur 6½ vinning og er efstur. Guðmundur hefur 5½ vinning en hefur aðeins teflt 6 skákir. Mætir Sigurbirni Björnssyni (2357) í frestaðri skák úr fjórðu umferð annað kvöld. Helgi Áss Grétarsson (2401) er annar með 6 vinninga en hann vann Braga Þorfinnsson (2427) í dag.

Mótstaflan eftir 7 umferðir

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið. Þá mætast Guðmundur og Helgi. Hjörvar teflir við Símon Þórhallsson (2215). Hjörvar og Helgi mætast svo í lokaumferðinni á föstudaginn.

B-flokkur

Lenka Ptácníková (2117) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2111) eru efst og jöfn með 5 vinninga í b-flokki. Lenka tapaði fyrir Arnari Milutin Heiðarssyni (1965) í dag en Varði lagði Pétur Pálma Harðarson (2061) að velli. Alexander Oliver Mai (2055) sem vann Birki Ísak Jóhannsson (2146) er þriðji með 4½ vinning.

Mótstaflan eftir sjö umferðir

C-flokkur (opinn flokkur)

Jóhann Jónsson vann Benedikt Stefánsson í dag.

Jóhann Jónsson (0) er efstur með 6½ vinning eftir sigur á Benedikti Stefánssyni (1455). Elvar Már Sigurðsson (1712) og Benedikt Þórisson (1629) eru í 2.-3. sæti með 5½ vinning.

Röð efstu manna

 

Opni flokkurinn á Chess-Results.

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi (Ríkharður Sveinsson)

 

- Auglýsing -