Nýtt efni er nú aðgengilegt á skakkennsla.is. Efnið er ætlað skákkennurum og þjálfurum og má finna í flokknum Kennarar á vefnum. Myndböndin fjalla m.a. um hvernig er skynsamlegt að byggja upp kennslustund í skák og hvernig stjórna megi skákmóti og taflmennsku. Einnig eru teknir fyrir ýmsir smáleikir (e. minigames) sem eru mjög vinsælir sem kennsluaðferð fyrir byrjendur.

Efninu er ætlað að styðja við þá sem koma að skákkennslu með einum eða öðrum hætti. Ætlunin er að bæta enn frekar í safn myndbanda á vefnum.

Skákkennsla.is

- Auglýsing -