Ný reglugerð um samkomutakmarkanir hefur tekið gildi og má finna á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Í reglugerðinni kemur fram að allt íþróttarstarf á landinu öllu er óheimilt til og með 17. nóvember.

Á meðan þessi reglugerð gildir er allt skákstarf í raunheimum óheimilt. Að sjálfsögðu heldur áfram hið öfluga skákstarf á netinu sem byggt hefur verið upp á meðan þessu ástandi stendur.

Skáksambandið mun birta uppfærða mótadagskrá sína til áramóta um eða eftir helgi.

Gerum þetta saman – við erum öll almannavarnir

- Auglýsing -