Íslenska landsliðið, skipað liðsmönnum undir 16 ára, endaði í 3. sæti í fjögurra landa keppni Norðurlandaþjóðanna sem fram fór í dag. Löndin sem tóku þátt voru auk Íslands, Noregur, Finnland og Svíþjóð. Norðmenn sáu um mótshaldið en fyrirkomulag mótsins átti upphaflega að vera þannig að þjóðirnar áttu að tefla tvöfalda umferð hver við aðra, með tímamörkunum 15+10. Hins vegar klikkuðu tæknimálin hjá Norðmönnum og mótið var á endanum fært yfir á Lichess.org – en það átti að fara fram á norska vefnum Spillsjakk.no, sem réð ekki við álagið.

Íslenska liðið var þannig skipað:

Opinn flokkur

 1. Benedikt Briem (1864)
 2. Gunnar Erik Guðmundsson (1729)
 3. Batel Goitom Haile (1659)
 4. Benedikt Þórisson (1642)
 5. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1632)
 6. Kristján Dagur Jónsson (1597)
 7. Örn Alexandersson (1584)
 8. Adam Omarsson (1493)

Stelpuflokkur

 1. Freyja Birkisdóttir (1456)
 2. Iðunn Helgadóttir (1338)
 3. Guðrún Fanney Briem (1229)
 4. Emilía Embla B Berglindardóttir

Svíþjóð tók snemma forystu í mótinu og létu hana aldrei af hendi. Norðmenn fylgdu í kjölfarið og Ísland, eins og áður sagði, endaði í 3. sæti. Finnar náðu sér aldrei á strik í mótinu.

Lokastaðan:

Bestum árangri í íslenska liðinu náðu Ingvar Wu Skarphéðinsson og Benedikt Þórisson sem hlutu báðir 12 stig. Næst komu Gunnar Erik Guðmundsson og Iðunn Helgadóttir með 10 stig.

Liðsstjórn íslenska liðsins var í höndum Helga Ólafssonar, Ingvars Þórs og Björns Ívar en Ingvar og Björn sáu einnig um tæknimál íslenska liðsins.

Íslenska liðið tefldi í húsakynnum Skáksambandsins og Skákskólans í Faxafeni 12. Gunnar Björnsson sá um skipulag og undirbúning mótsins.

Bein útsending var á vefnum undir stjórn FIDE-meistaranna Björns Ívars Karlssonar og Ingvars Þórs Jóhannessonar. Upptökuna má nálgast hér…

Nokkrar skemmtilegar stöður úr mótinu.

Örn Alexandersson var með svart í stöðunni eftir slakan leik hvíts 29.Rd7??

Hér kom 29…Bd4! og riddarinn er lokaður inni! Hvítur reynir að kalla útín varaliðið og láta peðin hjálpa en Örninn lokar búðinni jafnharðan. 30.f4 f6 31.a4 a5 32.g4 g5

Næstu leikir voru svarti kóngurinn að labba í riddarann, snaggaralega gert!

Iðunn átti mjög skemmtilega hugmynd í einni af sínum skák.

Hér lék hún 40.Dc8!? og svartur tapaði liði. Eini varnarleikurnn er 40…Hd7 en aðrir leikir tapa. T.d. 40…Hxc8 41.Hxc8 og mátar og eins 40…Hb6 41.Dxg8 Kxg8 42.Hc8+ Df8 43.Hxg5+ og mátar.

Gunnar Erik kláraði mótið skemmtilega með svart hér. Eftir 58.b6 kom 58…f2 59.b7 Kf3 og leyfir hvítum að fá drottningu 60.b8=D e2#

Mótið á lichess.org

- Auglýsing -