Keppendalistinn á Skilling Open er ekkert slor!

Ný mótaröð Magnúsar Carlsen hefst í dag á Chess24-skákþjóninum. Mótið ber nafnið Skilling Open. Þátt taka 16 skákmenn þátt. Fyrst tefla allir við alla, og tekur sú keppni 3 daga. Átta efstu komast í útsláttarkeppni sem tekur alls sex daga. Tefld eru tvo atskákeinvígi og hraðskák ef jafnt.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins má finna á Chess24.

Chess24 leggur enn meira núna í beinar útsendingar en áður og í boði verði þrenns konar útsendingar.  Sjá nánar á Chess24.

Meðal skýrenda eru David Howell, Jovanka Houska, Peter Leko, Tania Sadchev og Simon Williams sem fær til sín gesti.

Taflmennskan hefst á ávallt kl. 17. Í dag verða tefldar fimm fyrstu umferðirnar í undankeppninni.

- Auglýsing -