Skákstelpur Karen, Soffía, Anna, Lóa, Elín, Guðrún og Fanndís á æfingu hjá Jóhönnu og Veroniku 28. janúar sl. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á vorönn mun Jóhanna Björg Jóhannsdóttir aftur standa fyrir skákæfingum fyrir stúlkur í á þriðju hæð í Breiðabliksstúkunni, Kópavogi, á vegum Skákskóla Íslands í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. janúar og verða æfingar á öllum mánudögum frá kl. 17.30 til 19.00.

Æfingarnar eru ætlaðar áhugasömum skákstelpum sem hafa áhuga á að bæta sig í skák á hinum ýmsu sviðum, en sérstök áhersla verður lögð á að byggja sterkan grunn í byrjunum og taktík.

Jóhanna hefir mikla reynslu úr skákheiminum, er reyndur skákkennari og er varaforseti Skáksamband Íslands. Lögð verður áhersla á aukna skákkennslu stúlkna á öllum aldri og hvetja þær til að mæta á æfingarnar, bæta sig jafnt og þétt og hafa gaman af skák.

Skráningargjald fyrir vorönn er 10.000 kr.- en öllum er frjálst að mæta og prófa eina æfingu. Skráning fer fram á staðnum. Frekari upplýsingar má nálgast í gegnum netfangið johanna@skaksamband.is

Skráningarform

- Auglýsing -