Helgi Ólafsson boðaði fagnaðarerindi á u25 æfingu. Mynd: GB

Rétt áður en Covid-19 faraldur brast á í ársbyrjun 2020 var starfsemi afrekshóps SÍ og Skákskólans í umsjón Helga Ólafssonar komin á fullt skrið en þegar ógnin varð svo áþreifanleg sem raun bar vitni færðist starfsemin alfarið yfir á Zoom. Þar héldu fjölmargir stórmeistarar og ýmsir spámenn aðrir fyrirlestra.

Í desember sl. færðist starfsemin svo aftur að hluta inn í húsnæði Skákskólans í Faxafeni og verður vonandi svo áfram. Á miðvikudaginn komu átta piltar úr hópnum saman: Gauti Páll, Hilmir Freyr, Vignir Vatnar, Stephan Briem, Mikhael Jóhann Karlsson, Pétur Pálmi, Alexander Oliver og Dagur Ragnarsson.

Gullkornin féllu á menntu að loknum fyrirlestri. Mynd: GB

Tóku menn eina „menntu“ og hlustuðu á spakmæli sem gullu við úr öllum áttum.

- Auglýsing -