Caruana og Duda tefldu magnaða skák sem endaði með jafntefli. Mynd: Jurriaan Hoefsmit/Tata Steel Chess

Fimm skákmenn eru efstir og jafnir á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee að lokinni þriðju umferð sem fram fór í gær. Pentala Harikrishna (2732) vann Nils Grandelius (2663) og Alireza Firouzja (2749) vann David Anton (2679) i mjög góðri skák. Magnús Carlsen (2862) varð að sætta sig við jafntefli við landa sinn Aryan Tari (2625). Mest athygli vakti þó jafnteflisskák Fabiano Caruana (2823) og Jan-Krzysztof Duda (2743) sem er vel þessi verði að skoða.

Harikrishna, Carlsen, Giri, Caruana og Grandelius er efstir með 2 vinninga.

Úrslit 3. umferðar

 

Fjórða umferð hefst kl. 13. Þá teflir Carlsen við Jorden Var Foreest (2671).

Nánar á Chess.com.

- Auglýsing -