Heimsmeistarinn fylgist með táningunum að tafli. Mynd: Jurriaan Hoefsmit, Tata Steel Chess Tournament 2021

Anish Giri (2764) og Fabiano Caruana (2823) unnu í gær sínar skákir í níundu umferð Tata Steel-mótsins. Fórnarlömb þeirra voru Radoslaw Wojtaszek (2705) og Maxime Vachier-Lagrave (2784). Þeir eru nú efstir ásamt Alireza Firouzja (2749). Við gerum óvæntum biskupsleik Caruana betri skil hér á eftir. MVL beitti Najdorf-afbrigðinu í þriðja sinn og tapaði sem fyrr. Hann er nú orðinn neðstur á mótinu og dottinn út af topp 10 á heimslistanum.

Magnús Carlsen (2862) vann loks þegar hann lagði Nils Grandelius (2663) að velli. Hann er í sjötta sæti, einum vinningi á eftir efstu mönnum þegar fjórum umferðum er ólokið. Er endaspretturinn hafinn og gæti hann dugað? Heimsmeistarinn mætir Caruana í dag. Alireza Firouzja (2739) gerði jafntefli við Rússann lítt þekkta, Andrei Esipenko (2677) sem er í 4.-5. sæti hálfum vinningi eftir efstu mönnum ásamt Jorden Van Foreest (2671).

Biskupsleikur Caruana

Leikur Caruana á moti Wojtaszek 13…Bxc3 hefur vakið mikla athygli. Gengur á móti flestu því sem kennt hefur verið í áratugi og hugmyndafræðinni á bak við Kóngsindverjann. Hér má smá viðbrögð Shorts og Sokolovs í gær og svo undrunarsvipinn á Pólverjanum.

 

Mótstaflan

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -