Í gærkvöldi, fimmtudag var tefld sjötta umferð í A-flokki. Þar urðu úrslit sem hér segir:

 • Andri-Gunnlaugur 1-0
 • Karl-Eymundur 0-1
 • Sigurður-Stefán
 • Skák Rúnars og Hjörleifs var frestað vegna veikinda Hjörleifs.

Rúnar er sem fyrr með fullt hús vinninga. Andri er með sömu vinningatölu en hefur teflt einni skák meira.

Í lokaumferðinni á sunnudag eigast þessir við:

 • Gunnlaugur-Rúnar
 • Eymundur-Andri
 • Stefán-Karl
 • Hjörleifur-Sigurður

Chess-Results.

B-flokkur:

Í B-flokki var tefld áttunda umferð og fór svo:

 • Markús-Sigþór              1-0
 • Tobias-Emil                1-0
 • Jökull Máni-Brimir         0-1
 • Mikael-Jóhann              0-1
 • Gunnar Logi-Alexía         1-0

Þeir Markús og Tobias berjast enn sem fyrr um sigurinn í B-flokki; hafa gert jafntefli sín á milli en unnið aðrar skákir. Aðrir eiga ekki möguleika á sigri í B-flokki. Þeir félagar berjast líka um Akureyrarmeistaratitilinn í unglingaflokki (f. 2009-2005). Mikael er sem stendur í þriðja sæti með 5 vinninga. Þeir Jökull Máni og Sigþór berjast svo um sigurinn í barnaflokki (f.2010 og síðar), en þeir mætast einmitt í lokaumferðinni á sunnudag.  Þá tefla einnig saman Markús og Jóhann, Brimir og Gunnar, Emil og Mikael og Alexía og Tobias.

Lokaumferðin hefst sumsé á sunnudag kl. 13.00

Chess-Results.

Af heimasíðu SA

- Auglýsing -