EM einstaklinga – Reykjavíkurskákmótinu sem var á dagskrá 22. maí – 2. júní hefur verið frestað fram í ágúst/september. Ákvörðun þess efnis, sem hafði þó lengi legið í loftinu, var tekin endanlega á stjórnarfundi Skáksambandsans Evrópu 20. febrúar sl.

Þótt að það geti hugsanlega verið mögulegt  að halda mótið 22. maí – 2. júní var það ekki í boði og bíða að sjá enda þarf töluverðan fyrirvara þegar undirbúa þarf Evrópumót þar sem keppendur frá 50 Evrópulöndum hafa keppnisrétt til að taka þátt í Ferðatakmarkanir og kröfur um sóttkví hjálpa ekki til.

Mótið verður því ekki undankeppni fyrir heimsbikarmótið 2021 en verður þess í stað undankeppni fyrir þar næsta heimsbikarmót sem væntanlega fer fram árið 2023.

Þegar er hafin vinna við finna nýjar dagsetningar!

ECU heldur þess í stað EM einstaklinga í blendingsskák (hybrid chess) sem fram fer 22.-30. maí þar sem teflt verður keppnisrétt á heimsbikarmótinu nú. Á því móti hafa 5-8 Íslendingar keppnisrétt en þurfa allir að tefla í sama rými að viðstöddum erlendum skákstjóra.

Nánar á heimasíðu Reykjavíkurskákmótsins og heimasíðu ECU.

- Auglýsing -