Byrjendaflokkar Skákskólans á haustönn 2021 hefjast laugardaginn 18. september nk. kl.12.15.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að  krakkarnir, 6 – 10 ára,  geta byrjað næsta laugardag á 10 vikna námskeiði sem hefst kl. 12.30 og stendur til kl. 13.30 og fer fram í húsakynnum skólans Faxafeni 12. Gengið inn til hliðar við  66°Norður.

Vignir og Arnar kenna í byrjendaflokki Skákskólans.

Kennarar verða tveir með hverjum hóp þeir Vignir Vatnar Stefánsson alþjóðlegur meistari og Arnar Milutin Heiðarsson báðir þrautreyndir skákkennarar.  Vignir er nýjasti titilhafi Íslendinga og Arnar Milutin var meðal þeirra sem hækkuðu mest íslensku keppendanna á síðasta Reykjavíkurskákmóti/Evrópumóti einstaklinga.

Fyrsti tíminn er prufutími og verður þá hópnum skipt en kennsla/þjálfu miðuð við getu hvers og eins.  Krakkarnir sem ætla  að áfram byrja svo á 10 vikna námskeið sem hefst laugardaginn, 25. september.

Þess skal getið að starfssemi Skákskólans fylgir þeim sóttvarnarviðmiðunum um sem skákhreyfingin fylgir.

  • Það er meginreglan í umgengi okkar sú að eingöngu skákmenn og þjálfarar hafa aðgang að æfingum. Þjálfarar skulu virða fjarlægðarmörk og ef það er ekki hægt nota andlitsgrímu.
  • Þátttakendur skulu spritta hendur fyrir og eftir æfingar og sama á við um allan búnað. Sameiginlegir snertifletir skulu sótthreinsaðir á milli æfinga. Fækka skal sameiginlegum snertiflötum í skáksal eins og hægt er.

Skráningarform

- Auglýsing -