Hjörvar er efstur á Haustmóti TR.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2597) er efstur með fullt hús að loknum tveimur umferðum á Haustmóti TR. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Stefánsson (2383), er í öðru sæti með 1½ vinning. Gerði jafntefli við hinn silfurhafann á Norðurlandamóti ungmenna, Benedikt Briem (1950).

Mótið á Chess-Results.

Opinn flokkur

Þar eru Íraninn Heris Hadi Rezaei (1653) og Iðunn Helgadóttir (1243) efst með fullt hús. Mikið hefur verið um óvænt úrslit og alls ekki sjálfgefið að hinir stigahærri vinni þá stigalægri. Hefur Iðunn t.d. unnið tvo skákmenn sem eru mun stigahærri en hún. Vegna NM ungmenna var mikið um hálfs vinnings yfirsetur í 1. umferð.

Mótið á Chess-Results.

Þriðja umferð fer fram á morgun.

Heimasíða TR.

- Auglýsing -