SSON að tafli.. Mynd: Skák.is/Gerd Densing.

Skákfélag Selfoss og nágrennis vann í 4. umferð EM taflfélaga sem fram fór í gær. Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn töpuðu. SSON hefur 6 stig og er í 10. sæti. TR hefur 4 stig og er í 18. sæti og Víkingaklúbburinn hefur 2 stig og er í 36. sæti. SSON mætir rússneskri ofursveit í dag.

Anton Demchenko vann í gær. Mynd: Skák.is/Gerd Densing.

SSON vann sannfærandi 4-2 sigur á sænsku sveitinni Stockholms SS. Alexander Donchenko, Anton Demchenko og Semyon Lomasov unnu.

Margeir tefldi eins og sá valdið hefur með svörtu. Mynd: Skák.is/Gerd Densing

Taflfélag Reykjavíkur tapaði fyrir minnsta muni gegn heimamönnunum Gambit Asseko. „Viskualdurinn“ stóð fyrir sínu en Oleksandr Sulypa og Margeir Pétursson unnu sínar skákir.

Tómas var bænheyrður í gær. Mynd: Heimasíða mótsins.

Víkingaklúbburinn tapaði með minnsta muni gegn heimamönnunum í sveitinni Gostivar. Tómas Björnsson var sá eini sem vann.

Fimmta umferð hefst kl. 13 í dag. SSON verður í beinni gegn næststigahæstu sveit mótsins, rússneska klúbbnum KPFR.

TR teflir við sænsku sveitina Lunds og Víkingar mæta dönsku sveitinni Nordkalotten.

- Auglýsing -