Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær 1. maí. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstur íslenska skákmanna. Hrafndís Karen Óskarsóttir er stigahæst nýliða og Bárður Örn Birkisson hækkar mest frá apríl-listanum.

Topp 20

Það verða að teljast allmikil tíðindi að í fyrsta skipti í 54 ára sögu stigalista FIDE er enginn íslenskur skákmaður með meira en 2500 skákstig. Hjörvar Steinn Grétarsson (2498) heldur stöðu sinni sem stigahæsti skákmaður landsins þrátt fyrir nokkuð stigatap. Héðinn Steingrímsson (2492) heldur einning öðru sætinu þrátt fyrir sömuleiðis stigalækkun. Helgi Áss Grétarsson (2485) blæs á allar kenningar um stigahjöðnum í heiminum, hækkar sig á stigum jafnt og þétt, og er nú þriðji stigahæsti skákmaður landsins eftir 17 stiga hækkun eftir Íslandsmótið í skák. Aðeins 13 stigum frá toppsætinu. Áfram Helgi!

Nýliðar og mestu hækkanir

Sex nýliðar eru á listanum nú. Tvær Fjölnisstúlkur verma tvö efstu sætin. Hrafndís Karen Óskarsdóttir (1584) og Sóley Kría Helgadóttir (1552). Þriðji er Dagur Kári Steinsson (1534).

Bárður Örn Birkisson (+60) hækkar mest allra eftir frábæra frammistöðu í landsliðsflokki. Það er ekki algengt að menn hækki svo mikið í svo sterkum mótum.  Í næstu sætum eru Adam Omarsson (+46) og Hallur Steinar Jónsson (+46).

Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira.

 

Stigahæstu skákkonur landsins

Íslenskum skákkonum hefur fjölgað jafnt og þétt á íslenska listanum undanfarna mánuði. Nú er svo komið að 24 skákonur eru á listanum.

Olga Prudnykova (2268) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Lenka Ptácníková (2113) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (2002)

Topp 20

Stigahæstu ungmenni (u20)

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2368) er langstigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Benedikt Briem (2148) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (2061)

Topp 20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiknuð mót

27 mót voru reiknuð til skákstiga.

Eftirfarandi kappskákmót voru reiknuð

  • Íslandsmótið í skák – landsliðsflokkur
  • NM stúlkna (u20, u16 og u13)
  • Skákþing Norðlendinga (5.-7. umferð)
  • Bikarsyrpa TR IV
  • Skákmót öðlinga (7. umferð)

 

- Auglýsing -