Ný alþjóðleg skákstig komu út fyrir skemmstu. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins, Gísli Magnússon, er stigahæsti nýliða og Josef Omarsson hækkar mest frá mars-listanum.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2518) er stigahæsti skákmaður landsins eins og undanfarana mánuði. Héðinn Streingrímsson (2502) er næststigahæstur, eftir góða frammistöðu undanfarið og Hannes Hlífar Stefánsson er þriðji (2493).

Topp 100

Nýliðar

16 nýliðar eru á listanum og giskar ritstjórn á það sé met. Gísli Magnússon (1931) er stigahæstur þeirra eftir frábæra frammistöðu á Reykjavíkurskákmótinu. Næstir eru reynsuboltinn Hlynur Gylfason (1921) og þriðji er ungur maður að nafni Rúnar Frostason (1848) sem undirritaður kann engin deili á en tefldi á móti á Írlandi fyrir skemmstu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mestu hækkanir

Jósef Omarsson (+112) hækkaði mest frá mars-listanum. Næstir eru Anton Vignir Guðjónsson (+85) og Sigurbjörn Hermannsson (+70).

Eftirtaldir hækka um 30 stig eða meira

 

Stigahæstu ungmenni (u20)

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2368) er langstigahæsta unmenni landsins. Í næstu sætum eru Benedikt Briem (2148) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (2062).

 

 

 

 

 

 

 

 

Topp 50

Stigahæstu skákkonur landsins

Olga Prudnykova (2263) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Lenka Ptácníková (2127) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (2002).

Topp 22

Stigahæstu skákmenn landsins 50 ára og eldri

Hannes Hlífar Stefánsson (2493) er elsti skákmaður landsins 50 ára og eldri. Í næstu sætum eru Henrik Danielsen (2469) og Helgi Ólafsson (2466).

Stigahæstu öldungar landsins (+65)

Helgi Ólafsson (2466) er sem fyrr langstigahæsti öldungur landsins. Í næstu sætum eru Ásgeir Þór Árnason (2199) og Björgvin Víglundsson (2151).

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiknuð mót

Eftifarandi kappskákmót voru reiknuð

  • Reykjavíkurskákmótið
  • Íslandsmót skákfélaga (Síðari hluti í úrvals- og 1.-4. deild)
  • Skákmót öðlinga (3.-6. umferð)

Upplýsingar um önnur reiknuð mót má finna hér. 

 

 

- Auglýsing -