Vignir að tafli í Köben. Mynd: Kristján Eðvarðsson.

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2399) vann sína fjórðu skák í röð þegar hann lagði indverska FIDE-meistarann Jagadeesh Siddarth að velli í fimmtu umferð aflmælismóts ØBRO-skákklúbbsins. Vignir er í 1.-3. sæti á mótinu. Gauti Páll Jónsson (2045) er fastur í jafnteflisgír. Fjögur slík í röð. Hann gerði jafntefli við danska FIDE-meistarann Mikkel Manosri Jacobsen (2293) og hefur 2 vinninga.

Mótinu er framhaldið í dag með sjöttu umferð. Vignir teflir við ungverska stórmeistarann Gergely Aczel (2556) og verður í þráðbeinni. Gauti teflir við Þjóðverjann Magnus Ermitsch (2086).

26 keppendur taka þátt í mótinu og þar af 5 stórmeistar. Vignir er áttundi í stigaröð keppenda en Gauti er stigalægstur keppenda.

- Auglýsing -