Íslenska kvennalandsliðið vann sigur á liði Kosta Ríka.

Íslenska kvennalandsliðið tefldi vináttukeppni við Kosta Ríka á netinu í gær. Sigur vannst með minnsta mun!

Kosta Ríka vann fyrri umferðina 3½-1½. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann og Lenka Ptácníková gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust.

Íslenska liðið beit hins vegar frá sér í síðari umferðinni og vann þar 4-1 sigur! Lenka og Jóhanna unnu aftur en auk þess unnu Guðlaug Þorsteinsdótir og Lisseth Acevedo Mendez sínar skákir.

Samtals vann því 5½-4½. Það er Lisseth sem átti frumkvæði að þessu skemmtilega mótshaldi.

Úrslit og skákir

- Auglýsing -