Aðalfundur Skáksambands Norðurlanda 2021 var haldinn í Riga í Lettland laugardaginn 6. nóvember. Fundurinn var haldinn samhliða FIDE Grand Swiss-mótinu þar sem Hjörvar Steinn Grétarsson var meðal keppenda.
Anniken Vestby, varaforseti Norska skáksambands, tók við nýr forseti sambandsins. Omar Salama var kjörinn framkvæmdastjóri sambandsins.
Mikil samhaldni er að koma mótahaldinu í samt form eftir Covid. NM ungmenna verður haldið í Svíþjóð í febrúar, NM stúlkna í Noregi í apríl og NM skólasveita í Danmörku í september.
Til athuganar er að halda NM í opnum flokki, kvennaflokki og öldungaflokki í sumar. Mótin fara hins örugglega aftur fram 2023. Útbúið verður bréf þar sem mótshaldarar geta gefið kost á sér.
Arkady Dvorkovich, forseti FIDE, var gestur fundarins, ásamt helstu ráðamönnum FIDE, þeim Dana Reizniece-Ozola og Emil Sutovsky og fóru yfir áherslur FIDE og mögulegt samstarf FIDE og Norðurlandasambandanna.

Kíkt var skákstað Grand Swiss-mótsins þar sem aðstæður voru til mikillar fyrirmyndar. Engin Covid-veikindi komu upp á mótinu. Hjörvar Steinn Grétarsson tók þátt. Byrjaði illa en sýndi styrk sinn þegar leið á mótið og var óheppinn að fá ekki frekari vinninga.
Að sjálfsögðu var svo kíkt á leiði og minnisvarða heimsmeistarans, Mikhail Tal.
Rétt er að þakka FIDE og Lettneska skáksambandinu fyrir að bjóða okkur að halda fundinn í Riga þrátt fyrir útgöngubann.
Gunnar Björnsson


















