Frá skák dagsins. Mynd: Heimasíða FIDE.

Fjórðu skák heimsmeistaraeinvígis Magnúsar Carlsen (2855), sem átti 31 árs afmæli í dag, og Ian Nepomniachtchi (2782) lauk með jafntefli. Rússinn tefldi að þessu rússneska vörn.

Magnús tefldi 18. Rh4 g6 19. g4 til að sækja að d5-peðinu en komst lítt áleiðis gegn vel tefldri vörn Nepo.

Eftir um hálftíma umhugsun íí kringum 30. leik komst Norðmaðurinn að því að það væri of mikil áhættta að tefla áfram, þrátefldi og jafntefli niðurstaðan eftir 33 leiki.

Í einn eitt skiptið virðist það vera auðvelt mál fyrir stjórnenda svörtu mannanna að halda jafntefli með svörtu.

 Sjá nánar frétt á Chess.com.

Fimmta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 12:30. Þá hefur áskorandinn hvítt.

 

- Auglýsing -