Abdusattorov vann Magnús Carlsen í gær. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Gríðarlega spennandi heimsmeistaramóti í atskák lauk í gær í Varsjá í Póllandi. Alexandra Kosteniuk vann öruggan sigur á heimsmeistaramóti kvenna en mun meira gekk á opnum flokki. Þar endaði titilinn hjá Úsbekanum Nodirbek Abdusattorov eftir umdeildan bráðabana.

Fjórir efstir og jafnir en tveir í bráðabana

Óhætt er að sigur Abdusattorov hafi verið óvæntur en hann var fyllilega sanngjarn. Úsbekinn ungi lagði meðal annars Magnús Carlsen að velli í fyrstu umferð gærdagsins.

Þess má geta Abdusattorov tók þátt í GAMMA Reykjavíkurskákmótinu árið 2018. Þá var yngsti stórmeistari heims og geislaði að sjálfsöryggi. Sá sem þetta ritaði átti í samskiptum við hann varðandi þátttöku hans fyrir mót og dáðist að þroska þessa unga manns.

Nodirbek Abdusattorov að tafli í Hörpu. Mynd: Gerd Densing.

Úsbekinn og Ian Nepomniachtchi voru efstir og jafnir eftir 10 umferðir og vor það líka eftir 11 umferðir. Carlsen og Caruana bættust í hóp forystusauðana eftir 11 umferðir eftir sigurskákir. Allir gerðu þeir jafntefli í 12. og næstsíðustu umferð og fjórir efstir og jafnir fyrir lokaumferðina.

Þar gerðu Nepo og Caruana jafntefli í aðeins sex leikjum. Carlsen gerði jafntelfi við Nakamura og Nodirbek við Duda.

Þeir voru því fjórir efstir og jafnir í lok mótsins og skipta með sér peningaverðlaununum. Þá kom hins vegar að óvæntum bráðabana. Í reglum mótsins var það þannig að tveir efstu menn eftir oddastigaútreikning myndu tefla hraðskákeinvígi um titilinn. Það voru Nepo og Abdusattorov.

Svo fór að Úsbekinn vann Rússann og var þar með yngsti heimsmeistari sögunnar í atskák. MC var alls ekki sáttur við fyrirkomulagið en óskaði heimsmeistaranum unga engu að síður til hamingju og sagði sigur hann verðskuldaðan.

Lokastaðan á Chess-Results

Kosteniuk heimsmeistari kvenna

Það var langt því frá sama spennan í kvennaflokki. Svo fór að rússneska landsliðskonan Alexandra Kosteniuk (2515) öruggan sigur.

Lokastaðan á Chess-Results

Ítarleg umfjöllun á Chess.com.

Í dag hefst HM í hraðskák (3+2) þar sem tefld er 21 umferð í opnum flokki en 17 umferðir í kvennaflokki. Taflmennskan hefst kl. 14 í dag en kl. 13 á morgun.

Útsendingar Chess24 eru í umsjón Peter Leko og Jan Gustafsson.

Fyrir þá sem hafa aðgang að NRK í gegnum Símann eða Vodafone þá er hægt að fylgjast með mótinu beint þar.

- Auglýsing -