Verðlaunafar á Íslandsmótinu í atskák. Mynd: Jon Olav Fivelstad.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2549) varð Íslandsmeistari í atskák 2021 en mótinu lauk í gær. Hjörvar hlaut 8½ vinning í umferðunum níu. Hjörvar leyfði aðeins jafntefli gegn Einari Hjalta Jenssyni (2421).

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vagnar Stefánsson (2279) varð annar með 8 vinninga. Tapaði aðeins fyrir Íslandsmeistaranum en vann alla aðra. Hjörvar og Vignir höfðu mikla yfirburði á mótinu. Varaformaður TR, Gauti Páll Jónsson (2014), varð þriðji með 6 vinninga.

Lokastaðan á Chess-Results.

22 keppendur tóku þátt og hefðu sjálfsagt orðið töluvert fleiri hefði ekki komið til nýrrar og öflugar bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ríkharður Sveinsson og Jón Olav Fivelstad voru skákstjórar mótsins.

- Auglýsing -