Skákþing Kópavogs fer fram í Smáranum helgina 18.-20. nóvember.

Tefldar verða 7 umferðir (3 atskákir og 4 kappskákir) eftir svissnesku kerfi.

Dagskrá

Föstudagur 18. nóvember klukkan 17:30
1-3. umferð. Atskákir með tímamörkum 20+5

Laugardagur 19. nóvember klukkan 11:00
4. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn 19. nóvember klukkan 17:00
5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Sunnudagurinn 20. nóvember klukkan 11:00
6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Sunnudagurinn 20. nóvember klukkan 17:00
7 umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Ein hjáseta leyfð í 1-5 umferð

Verðlaun verða eftirfarandi:

Aðalverðlaun

  1. 75.000 kr
  2. 50.000 kr.
  3. 25.000 kr.

Aukaverðlaun:

  • Besti árangur U2000: 15.000 kr.
  • Besti árangur U1600: 15.000 kr.

Ef keppandi mætir 30 mínútum eða meira eftir upphaf kappskáka tapast skákin.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn Skákdeildar Breiðabliks: 2.000 kr, frítt fyrir iðkendur Skákdeildar Breiðabliks yngri en 17 ára.

Aðrir: Fullorðnir 4.000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2.000 kr

Keppt er um titilinn Skákmeistari Kópavogs 2022, og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi (farið eftir oddastigum ef jafnt), eða eru félagsmenn í Skákdeild Breiðabliks, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Kær kveðja,

Stjórn Skákdeildar Breiðabliks

- Auglýsing -