
Svo fór að stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2389) vann sigur á æsispennandi Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór í gær í útibúi bankans í Austurstræti. Fyrsti sigur Helga Áss á þessu móti síðan 2006!
Myndir frá mótinu (Þorsteinn Magnússon)
Í hinsta sinn sem mótið verður haldið í þeim glæsilegum húsakynnum. Væntanlega mun ekki væsa um skákmennina í nýjum höfuðstöðvum bankans að ári.

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélagssvið Landsbankans, lék fyrsta leik mótsins fyrir Hjörvar Stein Grétarsson gegn Lenku Ptáncíková.

Stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson (2357), Hannes Hlífar Stefánsson (2459) og alþjóðlegu meistararnir Björn Þorfinnsson (2358) og Vignir Vatnar Stefánsson (2516) urðu í 2.-5. sæti með 9½ vinning.
Friðrik Ólafsson lét sig ekki vanta og afhendi verðlaun mótsins.
Aukaverðlaunahafar urðu sem hér segir:
- Efsti maður með 2001-2200 skákstig: Stefán Steingrímur Bergsson
- Efsti maður með 2000 stig og minna: Dagur Kjartansson
- Efsta konan: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Efsti strákur 16 ára og yngri (2006 eða síðar): Gunnar Erik Guðmundsson
- Efsta stúlka 16 ára og yngri (2006 eða síðar): Iðunn Helgadóttir
- Efsti skákmaður 65 eða eldri: Helgi Ólafsson
- Útdreginn heppinn keppandi: Guðmundur Sigurjónsson
Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.
FYRRI SIGURVEGARAR
- 2022 – Helgi Áss Grétarsson
- 2021 – Helgi Ólafsson
- 2020 – Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2019 – Jón Viktor Gunnarsson
- 2018 – Jóhann Hjartarson
- 2017 – Hannes Hlífar Stefánsson
- 2016 – Jóhann Hjartarson
- 2015 – Þröstur Þórhallsson
- 2014 – Héðinn Steingrímsson
- 2013 – Helgi Ólafsson
- 2012 – Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
- 2011 – Henrik Danielsen
- 2010 – Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson
- 2009 – Héðinn Steingrímsson
- 2008 – Helgi Ólafsson
- 2007 – Héðinn Steingrímsson
- 2006 – Helgi Áss Grétarsson
- 2005 – Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
- 2004 – Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson