Helgi Áss Grétarsson vann Friðriksmót Landsbankans. Hér ásamt Friðriki sem afhendi verðlaunin. Mynd: ÞM

Svo fór að stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2389) vann sigur á æsispennandi Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór í gær í útibúi bankans í Austurstræti. Fyrsti sigur Helga Áss á þessu móti síðan 2006!

Myndir frá mótinu (Þorsteinn Magnússon)

Í hinsta sinn sem mótið verður haldið í þeim glæsilegum húsakynnum. Væntanlega mun ekki væsa um skákmennina í nýjum höfuðstöðvum bankans að ári.

Sara Pálsdóttir, lék fyrsta leik mótsins, fyrir Hjörvar Stein gegn Lenku. Mynd: ÞM

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélagssvið Landsbankans, lék fyrsta leik mótsins fyrir Hjörvar Stein Grétarsson gegn Lenku Ptáncíková.

Verðlaunahafar. Mynd: ÞM

Stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson (2357), Hannes Hlífar Stefánsson (2459) og alþjóðlegu meistararnir Björn Þorfinnsson (2358) og Vignir Vatnar Stefánsson (2516) urðu í 2.-5. sæti með 9½ vinning.

Friðrik Ólafsson lét sig ekki vanta og afhendi verðlaun mótsins.

Aukaverðlaunahafar urðu sem hér segir:

 • Efsti maður með 2001-2200 skákstig: Stefán Steingrímur Bergsson
 • Efsti maður með 2000 stig og minna: Dagur Kjartansson
 • Efsta konan: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
 • Efsti strákur 16 ára og yngri (2006 eða síðar): Gunnar Erik Guðmundsson 
 • Efsta stúlka 16 ára og yngri (2006 eða síðar): Iðunn Helgadóttir
 • Efsti skákmaður 65 eða eldri: Helgi Ólafsson
 • Útdreginn heppinn keppandi: Guðmundur Sigurjónsson

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.

FYRRI SIGURVEGARAR

 • 2022 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2021 – Helgi Ólafsson
 • 2020 – Hjörvar Steinn Grétarsson
 • 2019 – Jón Viktor Gunnarsson
 • 2018 – Jóhann Hjartarson
 • 2017 – Hannes Hlífar Stefánsson
 • 2016 – Jóhann Hjartarson
 • 2015 – Þröstur Þórhallsson
 • 2014 – Héðinn Steingrímsson
 • 2013 – Helgi Ólafsson
 • 2012 – Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
 • 2011 – Henrik Danielsen
 • 2010 – Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson
 • 2009 – Héðinn Steingrímsson
 • 2008 – Helgi Ólafsson
 • 2007 – Héðinn Steingrímsson
 • 2006 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2005 – Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
 • 2004 – Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

 

- Auglýsing -