Arnar Milutin hefur byrjað afar vel á mótinu. Mynd: Þórir Benediktsson.

Alþjóðlegi meistarinn, Davíð Kjartansson (2293) og Arnar Milutin Heiðarsson (2032) eru efstir með fullt hús að lokinni fjórðu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í gærkveldi. Davíð vann Jóhann H. Ragnarsson (1900) og Arnar lagði Björn Hólm Birkisson (2135) að velli. Hvorki meira né minna en 15 skákmenn hafa 3 vinninga.

Staðan á Chess-Results. 

Sitthvað var óvænt úrslit. Má þar nefna að Adam Omarsson (1693) og Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (1742) gerðu jafntefli við mun stigahærri andstæðinga á 3. og 4. borði.

Úrslit 4. umferðar má finna á Chess-Results.

Fimmta umferð fer fram á sunnudaginn. Töluvert er um yfirsetur þá, aðalllega vegna NM barna- og grunnskólasveita sem fram fer í Danmörku um helgina. Meðal þeirra sem hvílir eru Arnar Milutin.

Pörun 5. umferðar má finna á Chess-Results.

 

- Auglýsing -