Íhugull Vignir Vatnar við taflið á Evrópumótinu í Vrnjacka Banja. — Ljósmynd/Heimasíða EM 2023

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2461) er eini fulltrúi Íslands á EM einstaklinga sem fram fer í Vrnjacka Banja í Serbíu.

Vignir Vatnar gerði í gær jafntefli við rússneska alþjóðlega meistarann Rudid Markarian (2557), sem teflir undir fána FIDE. Skákin var fremur litlaus og hélt Vignir auðveldlega jafntefli með svörtu.

Vignir hefur 6 vinninga og er í 89.-143. sæti. Ellefta og síðasta umferð fer fram í dag. Vignir teflir þá við tyrkneska stórmeistarann Vahap Sanal (2590).

Slóð á beina útsendingu sem hefst kl. 14:15

484 skákmenn taka þátt í mótinu. Þar af eru 126 stórmeistararar. Vignir er nr. 152 í stigaröð keppenda en 23 efstu ávinna sér keppnisrétt í heimsbikarmótinu í skák.

 

- Auglýsing -