Helgi Ólafsson að tafli í á Mön. Mynd: John Saunders/heimasíða mótsins.

Helgi Ólafsson og Ingvar Þór Jóhannesson hafa verið ráðnir landsliðseinvaldar Íslands. Helgi í opnum flokki og Ingvar í kvennaflokki. Landsliðsnefnd undir forystu Björns Ívars Karlssonar, lagði þessa tillögu fyrir stjórn SÍ eftir að hafa rætt við landsliðsmenn og landsliðskonur.

Brosmildur Ingvar.

Skáksambandið fagnar mjög ráðningu þessara reynslubolta. Báðir þrautreyndir. Helgi var fyrst liðsstjóri á Ólympíuskákmótinu árið 2010, auk þess að vera einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands, fyrr og síðar, og Ingvar fyrst í Tromsö árið 2014. Báðir hafa þeir margoft verið liðsstjórar síðan.

EM landsliða 2023 fer fram í Budva í Svartfjallalandi 10.-21. nóvember 2023.
Stjórn SÍ býður þá félaga velkomna til starfa og hlakkar til að vinna með þeim!

- Auglýsing -