Seinni kappskákin í einvígjum í 206 manna úrslitum og 103 manna úrslitum í kvennaflokki fór fram í dag í Baku, Azerbaijan! 206 keppendur hófu leik í opnum flokki og 103 í kvennaflokki. 50 stigahæstu sitja hjá í fyrstu umferð og 25 stigahæstu í kvennaflokki.

Lítið var um óvænt úrslit í fyrri skákinni þó með undantekningu þar sem Tyrkinn ungi Ediz Gurel tapaði seinni skákinni gegn Velimir Ivic. Þeir munu því mætast í bráðabanaeinvígjum á morgun.

Mikill fjöldi skákmanna náði að koma til baka eftir tap í gær. „Win on demand“ eins og þeir kalla það…eftirspurnarsigur!

Semsagt sex „eftirspurnarsigrar“ í opnum flokki og einn í kvennaflokki. Frekar fá óvænt úrslit litu dagsins ljós eins og áður sagði en þó einhver inn á milli þar sem stigamunur var töluverður. Þrenn slíkt úrslit voru í kvennaflokki en aðeins ein í opnum flokki.

Pablo Salinas Herrera (2468) virðist kunna ansi vel við sig í fyrstu umferð á Heimsbikarmótinu. Nú flengdi hann Dennis Kadric (2608) 2-0 og fór áfram en fyrir tveimur árum sló hann út Danann Mads Andersen og tefldi eina af skákum mótsins.

Vishy Anand fylgist vel með og honum fannst Etiennce Bacrot klára sína skák smekklega

31.Rb5! Bxc7 (annars Bb7 og vinnur) 32.Bb7 Hd8 33.Bf3 1-0 svartur ræður ekki við tvöfalda árás (e. double attack) á mennina sína.

Lokin hjá Ilya Smirin gegn (2595) gegn Santiago Pavas Avila (2498) voru krúttleg.

Svartur var nýbúinn að hóta máti í einum með 22…Dh4. Hvítur svaraði 23.Dc8+ (stöðumynd). Til að verða ekki mát þarf svartur að bera drottningu fyrir og hefur tapað tafl. Eftir 23…Ke7 er svartur hinsvegar mát í 4 leikjum. 24.Rd5+ Ke6 25.De8+ Kd6 26.Rc4+ Kc6 27.Rc3#

Þetta verðskuldar stöðumynd!

Fyrsta einvígið til að lenda í bráðabana var einvígi Roberto Carlos Sanchez Alvarez og Eltaj Safarli.

Safarli er Azeri og einstaklega pínlegt að lenda í því að mæta of seint á heimavelli og tapa kappskák! Sem betur fer vann Safarli fyrri skákina og fær bráðabana á morgun.

Svekkelsi umferðarinnar var vafalítið hjá Evrópumeistaranum fyrrverandi Anton Demchenko (2623) sem tapaði í gær gegn Perúmanninum Gianmarco Leiva (2374). Perúmaðurinn vann óvænt í gær en Demchenko stóð til vinnings ítrekað í dag með tvo menn og hrók fyrir drottningu. Perúmaðurinn náði hinsvegar að sleppa og þráskákaði þann slóvenska í maraþonskák.

Okkar maður, Deng frá Suður-Súdan féll úr keppni en hann átit að sjálfsögðu við ofurefli að etja, Ólympíumeistara frá Úzbekistan. Deng var mættur í viðtal hjá motshöldurum eftir skákina:

Á morgun eru svo bráðabanar. Gríðarleg spenna í opna flokknum og kvennaflokki. Margir að tefla um það að fá alvöru skákmenn í næstu umferð!

- Auglýsing -