Magnus Carlsen (2835) hóf leik í dag á Heimsbikarmótinu í Baku í Azerbaijan. Í dag hófust 128 manna úrslit í opnum flokki og 64 manna úrslit í kvennaflokki. 50 bestu skákmenn heims og 25 bestu skákkonur sátu hjá í fyrstu umferðinni en hófu leik í dag.
Magnus byrjaði vel og vann með svörtu gegn Levan Pantsulaia (2564) frá Georgíu. Týpísk Carlsen skák. Magnus fékk aðeins betra fljótlega í miðtaflinu og vann svo peð. Loks vann hann úr stöðunn í drottningarendatafli og Pantsulaia gafst upp tveimur peðum undir í töpuðu endtafli.
Tiltölulega áreynslulítið hjá heimsmeistaranum fyrrverandi. Fari svo að Magnus fari áfram eins og allt bendir til mun hann líklega mæta landa sínum Aryan Tari (2641) í næstu umferð. Tari vann líka með svörtu og fær líklega verðlaun fyrir gegnumbrot dagsins!

48…Bd5-e4 var leiðin til að komast í gegn í stöðunni og Tari vann gegn Dao Thai Nguyen (2642) frá Tékklandi.

Indverska ungstirnið Dommaraju Gukesh (2750) heldur áfram að leita í sögubækurnar. Hann vann sína skák í dag gegn heimamanninum Iskandarov (2551) og er kominn á topp 10 og gæti mögulega náð því að verða hærri en sjálfur Vishy Anand á stigum. Slíkt hefur vitanlega ekki gerst á Indlandi í vel yfir 30 ár!
Congratulations to 17-year-old @DGukesh on reaching the Top 10 on the @2700chess live rating list after his win today! He's now just 0.6 points short of overtaking the great @vishy64theking as Indian no. 1 🤯 https://t.co/4g4EIFbtpu #c24live #FIDEWorldCup pic.twitter.com/VZU8iBJr3X
— chess24.com (@chess24com) August 2, 2023
Hikaru Nakamura (2787) varð að sætta sig við jafntefli í sinni skák og skýrir hana á YT rás sinni.
Fabiano Caruana (2784) leit vel út í sinni skák og vann með svörtu. Tæknilega flottur sigur sem minnti netverja á frægan sigur Capablanca þar sem hann notaði tvöföld b-peð með svipuðum hætti.
Strong shades of Janowski-Capablanca. Caruana knows his classics #FIDEWorldCup https://t.co/rUWG7zGNYI pic.twitter.com/9j2hgKs2BJ
— Random Dude (@ponomariov1) August 2, 2023
Stílhrein skák hjá Fabi en hana má sjá hér að neðan.
Óvæntustu úrslit dagsins voru líklega tap Sam Shankland (2711) með hvítu mönnunum gegn Moldóvanum Ivan Shitco (2507). Sam var að reyna að pressa en lék skelfilega af sér í jöfnu endatafli.
Ouch! We have the day's one big upset, as after 57.Kxc4?? Sam Shankland can't stop checkmate! https://t.co/H01PTHfPku #c24live #FIDEWorldCup pic.twitter.com/qFuMZuwP0R
— chess24.com (@chess24com) August 2, 2023
Eftir 57.Kxc4?? er hvítur bara mát eftir 57…Hc8+ 58.Kd4 Hbc3
Hinn ungi Pragganandhaa tefldi athyglisverða skák og lýsir gangi mála hér:
Í kvennaflokki slapp systir Pragganandhaa hún Vaishali svo sannarlega með skrekkinn í sinni skák.
Eftir 56…c1=D stendur svartur til vinnings. Í 62. leik náði hvítur einvern veginn að máta. Hreint magnað!
The craziest match of this round 2.1 at the #FIDEWorldCup was undoubtedly between IMs Vaishali and Pauline! Vaishali had a worse position for a long time, then was completely lost.
But in time scramble, Vaishali found some nice resources to swindle and win the game!
Photo:… pic.twitter.com/y8BC5EBHwe
— ChessBase India (@ChessbaseIndia) August 2, 2023
Heimsmeistari kvenna, Ju Wenjun (2564) byrjaði ekkert sérstaklega og varð að gera sér jafntefli að góðu með hvítu gegn Evu Repkovu (2312).
Á morgun eru svo seinni kappskákirnar í þessari umferð.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar Chess.com | kvenna (skákir hefjast 11:00)
- Beinar útsendingar lichess | Kvenna














