EM landsliða fer fram í Budva í Svartfjalllandi 11.-20. nóvember. Ísland sendir lið í opnum flokki og kvennaflokki. Fram að móti verða liðsmenn kynntir til leiks hver á fætur og öðrum. Í dag kynnum við til leiks Hilmir Freyr Heimisson sem teflir í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd.
EM-fararnir
- Hjörvar Steinn Grétarsson
- Hannes Hlífar Stefánsson
- Vignir Vatnar Stefánsson
- Guðmundur Kjartansson
- Hilmir Freyr Heimisson
- Olga Prudnykova
- Lenka Ptácníková
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- Lisseth Acevedo Mendez
- Helgi Ólafsson (liðsstjóri)
- Ingvar Þór Jóhannesson (liðsstjóri)
Nafn?
Hilmir Freyr Heimisson
Borð?
Varamaður
Hver kenndi þér að tefla og hvað varstu gamall/gömul?
6 ára, faðir og Tomas Rasmus
Uppáhaldsskákmaður?
Carlsen
Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir EM landsliða?
Bara stúderingar, rækt og elska friðinn
Hluti af hvaða landi var Svartfjallaland áður en það hét bara Svartfjallaland? (bannað að nota Google!).
Gamla Júgóslavíða
Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?
Aldrei
Hvaða lönd eiga landamæri að Svartfjallandlandi (Google bannað!!) – Vísbending: Landið á landamæri að fimm löndum.
Veit ekki
Hver verður fyrsti áskorandi Ding Liren?
Alireza
Hvað heitir núverandi heimsmeistari kvenna (Google bannað!)
Ju Wenjun held ég
Hver er þín skrautlegasta sigurskák?
Þær eru nokkrar en Banusz – Heimisson 0-1
Hver eru þín markmið á mótinu?
Play a game
Áfram?
FH
Eitthvað að lokum?
Nei
















