Þröstur að tafli í Portúgal 2019. Mynd: Facebook-síða mótsins

Íslenska liðið á EM 50+ tapaði í dag gegn stigahæstu sveitinni, sveit Ítala. Ísland datt þar með úr toppsætinu en tapið var sérstaklega grátlegt þar sem íslenska liðið átti allt að því sigurinn vísan á tímabili.

Úrslitin réðust á fjórða borði í Björgvins Jónssonar gegn Giulio Borgo. Efstu þrjú borðin enduðu öll með tiltölulega gleðisnauðum jafnteflum.

Jóhann var í eilítið erfiðri vörn gegn David Alberto á efsta borði með svörtu. Jóhann náði að bægja hættunni frá og jafntefli var samið í 30. leik.

Margeir hafði hvítt og samdi við Godena í 21. leik í rólegri stöðu.

Þröstur hafði svart gegn Lexy Ortega og þráleikið var í rólegri miðtaflssstöðu.

Staðan 1,5-1,5 og eftir stóð skák Björgvins Jónssonar með hvítt gegn IM Giulio Borgo. Björgvin. Björgvin var að gera allt rétt gegn frönsku vörninni, var með flottan reit á d4 og svartur með mjög þrönga stöðu. Óhætt er að segja að staða Björgvins sé hartnær strategískt unnin.

Hér lék Björgvin 27.g3 sem heldur fínu tafli, peðið á h3 er nánast dauðans matur og hættur á f-línunni ef svartur passar sig ekki. 27.g4!? var líka athyglisverður þar sem svartur er nánast leiklaus.

Björgvin tefldi nægjanlega vel til að halda unnu tafli en missti þráðinn hér…

35.a4?? er ekki góður leikur. Hrókurinn á e2 valdar nú þegar „base-inn“ á a2 sem tryggir peðakeðjuna. Eftir framrás a-peðsins er b-peðið veikt og peðastaða hvíts veikist. Eftir 35.Kxb7 og svo b5 eða 35.b5 strax virðist hvítur enn standa til vinnings.

Dramað hélt áfram, Björgvin lék skákinni úr jafnri stöðu í tap í 40. leik en Ítalinn sá það ekki og fór úr vinningsstöðu í jafna stöðu. Því miður fór svo að svarta staðan var auðteflanlegri og auðveldara að gera mistök á hvítt. Borgo hafði sigurinn og hrifsuðu Ítalir þar með viðureignina.

Staðan:

Ísland færist niður í 3-6. sæti eftir þessi úrslit og mæta næst Slóvakíu. Lykillinn á toppinn verður að liggja í gegnum sveit Englendinga, það er nokkuð ljóst!

Lið Slóvaka:

 

Tefldar eru 9 umferðir á mótinu og er íslenska liðið nokkuð þétt, skipað þremur stórmeisturum og númer 3 í styrkleikaröðinni.

Lið Íslands skipa:

  1. GM Jóhann Hjartarson (2453)
  2. GM Margeir Pétursson (2407)
  3. GM Þröstur Þórhallsson (2383)
  4. IM Björgvin Jónsson (2314)
  5. FM Ágúst Sindri Karlsson (2228)

Liðsstjóri er Jón Gunnar Jónsson.

- Auglýsing -