Alþjóðlegu mótinu í Krakow í Póllandi lauk í dag. Keppt var í fjórum flokkum og tóku þeir bræður Adam og Josef Omarssynir þátt í B-flokki ásamt
Í áttundu umferð í gær vann Adam sinn andstæðing Yuriy Masniak (1783) frá Úkraínu nokkuð auðveldlega. Josef varð að lúta í dúk gegn Karol Wadelek (1974). Fyrsta tapið hjá Josef á mótinu en hann átti fína sénsa í skákinni með hættulega sókn en andstæðingur hans náði að finna gott mótspil og sneri skákinni.
Í lokaumferðinni í dag vann Adam aftur, nú gegn Kamil Borowiec (1839). Josef tapaði sinni skák gegn Bartosz Przybylski (2085).
Lokasprettur Adams skilaði honum 6,5 vinningi og endaði hann í 11. sæti, hársbreidd frá verðlaunasæti. Josef endaði með 5 vinninga í 47. sæti. Báðir hækka þeir á stigum á mótinu og halda brátt á vit frekari ævintýra en næst á dagskrá er mót á Spáni!