Rafíþróttasamband Íslands kynnir til leiks Íslandsmótið í netskák.
Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á sunnudagskvöldum í Sjónvarpi Símans.
Verðlaunafé 2024/2025: 1.000.000 kr.!
Skráningargjald: 0 kr.
Fyrirkomulag:
  • Umhugsunartími: 3 mínútur + 2 sekúndur á leik
  • Tíu skáka einvígi í hraðskák
  • Verði jafnt er tefld bráðabanaskák, hvítur hefur 5 mín + 2 sek og þarf að vinna, jafntefli dugar svörtum
  • 16 keppendur tefla í útsláttarkeppni (e. single elimination)
Þrír efstu úr undankeppni fá sæti í mótinu og fengu einnig 13 keppendur boðssæti – þeir eru eftirfarandi í stafrófsröð:
  1. IM Aleksandr Domalchuk (2386)
  2. IM Björn Þorfinnsson (2356)
  3. GM Bragi Þorfinnsson (2379)
  4. GM Guðmundur Kjartansson (2474)
  5. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473)
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (2485)
  7. GM Helgi Ólafsson (2466)
  8. IM Hilmir Freyr Heimisson (2392)
  9. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498)
  10. GM Jóhann Hjartarson (2472)
  11. WIM Olga Prudnykova (2268)
  12. GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500)
  13. GM Þröstur Þórhallsson (2385)
Tímasetning: annað hvert sunnudagskvöld kl. 19:00 – 21:00
Dagsetningar 2024:
  • Undankeppni: 25. ágúst 2024, kl. 19:30,
  • Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 8 september- 8 desember 2024.
Dagsetningar 2025:
  • Undankeppni: 5. janúar 2025, kl. 19:30,
  • Íslandsmótið í netskák: 8 sunnudagar: 12 janúar – 6 apríl 2025.
Skráning í undankeppni:
Verðlaun í undankeppni:
  1. 30.000 kr. auk þátttökuréttar
  2. 20.000 kr. auk þátttökuréttar
  3. 10.000 kr. auk þátttökuréttar
U2000: 10.000 kr.
U1600: 10.000 kr.
- Auglýsing -