Frá klukkufjöltefli Lenku frá opnu húsi í fyrra.

Opna hús Skákskóla Íslands í ágúst hefst í húsnæði Skákskólans að Faxafeni 12 þriðjudaginn 6. ágúst nk. og verður hvern virkan dag frá kl. 13-17 alla virka daga á tímabilinu 6.-21. ágúst eða fram að þeim tíma er grunnskólarnir hefjast. Aðal umsjónarmaður Opna hússins verður Birkir Ísak Jóhannsson. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í hinu vel heppnaða opna húsi Skákskólans í júní sl.

Opna húsið er ekki síst miðað við þau ungmenni, pilta og stúlkur, sem hyggja á þátttöku á mótum innanlands og utan í haust en framundan er haustmót taflfélaganna, Íslandsmót skákfélaga, alþjóðleg unglingamót t.d. EM ungmenna sem hefst í Prag þann 21. ágúst nk. At- og hraðskákhluti þess móts hefst 16. ágúst.

Verði í Opna húsinu er stillt í hóf og verður kr. 8.500 pr. einstakling.

Mæting er frjáls innan tímarammans en auðvitað eru þátttakendur hvattir til að mæta sem oftast. Þeir geta tekið með sér nesti en reglur um umgengi verða áréttaðar þegar Opna húsið hefst. Lögð er áhersla á góða framkomu allra þátttakenda.

Meðal þess sem Skákskólinn mun leggja til Opna hússins er eftirfarandi:

  1. Klukkufjöltefli við þekkta meistara. Skákir verða skrifaðar niður.
  2. Safnskákir þekktra skákmeistara teknar til meðferðar.
  3. Verkefnum við hæfi hvers þátttakenda verður dreift með reglulegu millibili.
  4. Taflmennska. Hraðskákmót, Hugur og hönd og fleira í þeim dúr.
  5. Bókasafn Skákskólans verður opið þátttakendum, hugbúnaðar o.fl. Þá kaupir Skákskólinn inn nýtt og ferskt efni sérstaklega fyrir Opna húsið.

Skráningarform

- Auglýsing -