Sigurvegararnir í Víkingaklúbbnum

Fimmta umferð á EM taflfélaga í Vrnjacka Banja í Serbíu lauk í dag. Víkingaklúbburinn vann sigur gegn stigalágri írskri sveit en Breiðablik töpuðu gegn sterkri sveit frá Sviss.

Fyrir sveit Sviss fór Marcus Ragger sem lengi hefur verið stigahæsti skákmaður Austurríkismanna en bregður sér greinilega yfir landamærin reglulega. Ragger lagði Vigni að velli á efsta borði, fyrsta tap Vignis á mótinu. Þeir Hilmir Freyr, Bárður Örn og Benedikt náðu jafnteflum í sínum skák, 1,5-4,5 tap staðreynd.

Víkingaklúbburinn vann sigur í sinni viðureign gegn írskri sveit. Jóhann, Björn og Jón Árni unnu sínar skákir en öðrum skákum lauk með jafntefli.

 

Margeir tapaði sinni skák með Gambit Bonnevoie gegn hollenska stórmeistaranum Jan Smeets.

Engar skákir íslensku liðanna voru sýndar beint.

Viðureignir dagsins

Umferðir hefjast að jafnaði kl. 13:15.

- Auglýsing -