Ísland átti tvo fulltrúa á Heimsmeistaramóti barna í skák, sem lauk í dag í Montesilvano á Ítalíu en mótið fór fram dagana 15.-26. nóvember. Í dag lauk elleftu umferð þar sem Dagur Sverrisson í U8 varð að lúta í dúk í sinni skák en Birkir Hallmundarson náði í fínan sigur gegn serbneskum skákmanni.
Birkir Hallmundarson teflir í flokki 12 ára
Birki náði að vinna peð eftir að andstæðingur hans veikti kóngsvæng sinn um of snemma tafls. Úrvinnslan gekk nokkuð vel og Birkir kláraði svo dæmið með góðri gervifórn með drottningu sinni.
Birkir endaði með 6 vinninga og skilaði það 67. sæti en hann hóf leik númer 62 í styrkleikaröðun. Tæp 27 elóstig töpuðust en yfirleitt er erfitt að lesa í elóstig keppenda á þessum mótum.
Dagur Sverrisson teflir í flokki 8 ára og yngri. Dagur tapaði skák sinni í dag og endaði með 4,5 vinning og hafnaði í 98. sæti en var númer 83 í styrkleikaröð. Dagur tapar um 15 elóstigum á mótinu en bætir vel í reynslubankann.