— Ljósmynd/Heimasíða FIDE

Önnur einvígisskák Heimsmeistaraeinvígis ríkjandi Heimsmeistara Ding Liren frá Kína gegn áskorandanum Dommaraju Gukesh frá Indlandi fór fram í dag í Singapúr. Eftir mikla flugeldasýningu í fyrstu skákinni róuðust leikar eilítið og varð niðurstaðan nokkuð róleg jafnteflisskák í ítalska leiknum.

9.a5!? var nýjung Ding í skákinni en ekki virtist neitt bit í hugmyndinni. Mjög fljótlega fóru drottningarnar af borðinu og peðastaðan symmetrísk þó Ding hafi haft örlítið meira rými á drottningarvæng.

Ofurtölvan Sesse mat stöðuna 0.00 þegar keppendur þráléku og sættust á jafntefli.

Ekki skák sem fer í sögubækurnar en líklegt má telja að Ding hafi vaðið fyrir neðan sig í næstu skákum og reyni eftir fremsta megni að verja vinningsskákina úr fyrstu umferð. Ding í sínu besta formi er erfitt að vinna en nær Ding að vera nálægt því formi?

Viðtal við Ding

Þriðja skákin fer fram á morgun og svo er frídagur. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.

Stúderingar á skák #2:

Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 2. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!

Daniel King stórmeistari

Gothamchess – alþjóðlegi meistarinn Levy Rozman

- Auglýsing -