Stórmeistarinn Margeir Pétursson tekur þátt á Rilton Cup sem fram fer yfir áramótin 2024/25. Alls taka 115 keppendur þátt á þessu opna móti og er Margeir númer 25 í styrkleikaröðuninni.
Skák sjöundu umferðar í dag var í beinni útsendingu en Margeir hafði fyrir hana fengið 1,5 vinning í síðustu tveimur. Margeir hefur fengið erfitt prógram, mikið af ungum og erfiðum inderskum andstæðingum. Andstæðingur dagsins var einmitt indversk WGM Ravi Rakshitta (2320).
Margeir vann drottningu fyrir hrók og mann en gaf liðið svo til baka en var þá peði undir. Sú indverska tefldi endtaflið vel, fórnaði peðinu til baka og fékk fræðilega unnið peðsendatafl með eitt varatempó til að ná andspæninu í lokin og þvinga uppgjöf.
Margeir hefur því þrjár og hálfan vinning að loknum sjö umferðum.
Tefld er ein umferð á dag á Rilton Cup og lýkur mótinu 5. janúar.


















