Undankeppni Síminn Invitational fer fram sunnudaginn, 5 janúar á Chess.com og hefst kl. 18. Til að hafa keppnisrétt þurfa viðkomandi að hafa rétt á því að tefla fyrir Íslands hönd og vera meðlimir í TeamIceland á Chess.com. Tefldar eru níu umferðir eftir svissneska kerfinu.

Verðlaun í undankeppninni

  1. 30.000 kr. auk þátttökuréttar
  2. 20.000 kr. auk þátttökuréttar
  3. 10.000 kr. auk þátttökuréttar
U2000 (FIDE-hraðskákstig): 10.000 kr.
Kvennaverðlaun: 10.000 kr.
Verðlaun skiptast ekki séu keppendur jafnir. Ef keppendur hafa ekki hraðskákstig gilda kappskákstig. Oddastigaútreikningur Chess.com gildir verðandi lokaröð keppenda í undankeppninni.
Þátttökugjöld fyrir aðra en GM/WGM/IM/WIM eru 1.500 kr. Skráning er ekki gild nema að greiðsla þátttökgjalda hafi farið fram. 

Keppendur í 16 manna úrslitum eru valdir á eftirfarandi hátt:

  1. Keppendur sem komust í átta manna úrslita á Íslandsmótinu í netskák 2024
  2. Þrír stigahæstu skákmenn landsins með virk hraðskákstig 1. janúar 2025 sem falla ekki undir nr. 1
  3. Íslandsmeistari kvenna í hraðskák 2024
  4. Fimm efstu í undankeppninni sem fram fara 5. janúar.

Eftirtaldir hafa þegið boð um þátttöku.

  1. Helgi Ólafsson, Guðmundur Kjartansson, Björn Þorfinnsson, Jóhann Hjartarson, Aleksandr Domalchuk-Jonasson, Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson (7 keppendur)
  2. Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson og Helgi Áss Grétarsson (3 keppendur)
  3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1 keppandi)
  4. Fimm efstu í undankeppninni (5 keppendur)

Þess má geta að Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson afþökkuðu boð um þátttöku í úrslitakeppninni. Helgi Áss fékk stigasæti Jóns Viktors og fimmta sætinu var bætt við í undankeppnina (áttu að vera fjögur).

Keppendur sem hafa keppnisrétt eða hafa hafnað boði um þátttöku úrslitum hafa ekki keppnisrétt í undankeppninni.

Dagskráin er fyrirhuguð sem hér segir (gæti tekið smá breytingum).

  • 5. janúar – undanrásir  á Chess.com – 9 umferðir
  • 12. janúar – 16 manna úrslit – 2 einvígi
  • 19. janúar – 16 manna úrslit – 2 einvígi
  • 26. janúar – 16 manna úrslit – 2 einvígi
  • 9. febrúar – 16 manna úrslit – 2 einvígi
  • 9. mars – 8 manna úrslit – 2 einvígi
  • 16. mars – 8 manna úrslit – 2 einvígi
  • 23. mars – undanúrslit– 1 einvígi
  • 30. mars – undanúrslit – 1 einvígi
  • 6. apríl – úrslit

Í 16 og 8 manna úrslitum er fyrirhugað að hafa sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Í undanúrslitum og er fyrirhugað að hafa 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.

- Auglýsing -