Undankeppni fyrir Síminn Invitational netmótið fór fram 5. janúar á Chess.com. Síminn Invitational er með mjög svipuðu sniði og Íslandsmótið í Netskák sem fram fór fyrir áramót. 16 keppendur tefla útslátt þar til við fáum sigurvegara.

Þann 6. janúar var dregið um hverjir mættust í 16 manna úrslitum. Keppendum var skipta í fjóra styrkleikaflokka miðað við alþjóðleg hraðskákstig og þannig að einn úr hverjum styrkleikaflokki er í hverjum fjögurra manna hópi.

Það verða hörkuviðureignir í 16 manna úrslitum og má þar benda á stórmeistaraviðureignir Helga Áss og Hannesar og Guðmundar og Vignis.

Röðun í mótið er sem hér segir:

Sextán manna úrslit fara fram á eftirtöldum dagsetningum

12. janúar

  • Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson
  • Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson

19. janúar

  • Halldór Brynjar Halldórsson – Helgi Ólafsson
  • Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson

26. janúar

  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson
  • Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson

9. febrúar

  • Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson
  • Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson

Tefld verða sex skáka einvígi í 16 manna úrslitum. Bráðbanaskákir ef jafnt.

16-manna úrslit hefjast 12. janúar og verður teflt á þrjá næstu sunnudaga og svo halda 8-manna úrslit áfram í byrjun mars og mótinu lýkur loks með úrslitum 6. apríl.

- Auglýsing -