Annað mótið í nýrri Bikarsyrpu stúlkna fór fram um helgina í félagsheimili KR við Aflagranda við góðar aðstæður. Alls mættu 32 stúlkur á grunnskólaaldri til leiks og var teflt í tveimur flokkum. Um miðbik móts gæddu keppendur sér á pizzum frá Dominos, og voru stúlkurnar til algjörrar fyrirmyndar á mótinu.
Kvennaskáknefnd Skáksambands Íslands hélt mótið í samstarfi við skákdeild KR og þökkum við kærlega fyrir okkur. Einnig viljum við þakka öðrum stuðningsaðilum, Vignir Vatnar, Skákskóli Íslands, Sambíóin og Vesturbæjarís sem lögðu til verðlaun mótsins.
Emilía Embla hafði yfirhöndina í eldri flokki frá miðju móti, og sigraði með glæsibrag með 7 af 7, rétt á eftir með 5 vinninga kom Sigrún Tara og svo Halldóra með 4,5 vinninga. Í yngri flokki sigraði Miroslava einnig með 7 vinninga af 7, í öðru sæti var Þóra Kristín með 6 vinninga og í því þriðja Emilía Klara með 5 vinninga. Elsa María Bachadóttir, Emilía Klara Tómasdóttir, Emilía Sigurðardóttir og Katrín Ósk Tómasdóttir voru dregnar út í happdrætti og fengu inneign í Sambíó og Vesturbæjarís.

Yngri flokkur
- Verðlaun Miroslava Skibina
- Verðlaun Þóra Kristín Jónsdóttir
- Verðlaun Emilía Klara Tómasdóttir

Eldri flokkur
- Verðlaun Emilía Embla B. Berglindardóttir
- Verðlaun Sigrún Tara Sigurðardóttir
- Verðlaun Halldóra Jónsdóttir
Næsta mót í bikarsyrpunni mun fara fram í tengslum við Reykjavík Open í apríl, hlökkum til að sjá ykkur þar!
Að lokum má finna nokkrar myndir frá skákstað teknar af Jóhönnu Björgu og Birni Ívari.