Undanúrslit Síminn Invitational lýkur í kvöld. Sterkasti skákmaður Íslands, stórmeistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson, teflir þá við okkar einn efnilegast mann, Aleksandr Domalchuk-Jonasson. Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með skákskýringar í kvöld.
Útsending hefst í kringum 18:00 á streymisrásum Rafíþróttasambandsins og Sjónvarpi Símans. Sá vinnur sem fyrr kemst í 5½ vinning. Verði jafnt eftir tíu skákir verður teflt til þrautar þar til annar vinnur skák.
Sigurvegarinn mætir Hannesi Hlífar Stefánssyni í úrslitum sem vann Helga Ólafsson í æsispennandi einvígi, eftir framlengingu, 6-5, í síðustu viku. Sjá hér.
Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru Síminn, Lengjan, Collab og Ljósleiðarinn.
Úrslitaeinvígið fer fram 6. apríl kl. 18.
„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

			
		














