Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson fór áfram í úrslit netskákmótsins Síminn Invitational eftir dramatískan sigur á stórmeistaranum Helga Ólafssyni í undanúrslitum. Lokatölur urðu 6-5, Hannesi í vil, og réðust úrslitin í bráðabanaskák.

Helgi byrjaði betur í einvíginu og komst í 4,5 – 1,5. Hann gerði heilt yfir færri mistök en Hannes framan af á meðan sá síðarnefndi lék of mörgum ónákvæmum leikjum og gaf færi á sér. Fátt virtist benda til annars en að Helgi færi áfram í úrslitin en þá setti Hannes í gírinn, bætti taflmennskuna, og kom sér inn í einvígið.
Í stöðunni 5-5 var dregið um liti í bráðabanaskák, þar sem Hannes fékk hvítt. Eftir miklar sviptingar hafði Hannes sigur og mun því tefla í úrslitum mótsins sem fara fram 6. apríl næstkomandi.
Það voru Björn Ívar Karlsson og Helgi Áss Grétarsson sem sáu um skákskýringar.
16-manna úrslit:
9. janúar
- Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
- Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4
26. janúar
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
- Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
- Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2
9. febrúar
- Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
- Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
- Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4
Átta manna úrslit:
9. mars
- Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson 2,5-3,5
- Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5
16. mars
- Aleksandr – Hilmir 3,5-1,5
- Vignir – Símon 3,5-0,5
Undanúrslit:
23. mars
Helgi Ólafsson- Hannes Hlífar Stefánsson 5-6
Seinni viðureign undanúrslita fer fram 30. mars nk. Þá mætast Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Vignir Vatnar Stefánsson.
Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru Síminn, Lengjan, Collab og Ljósleiðarinn.