Lokaúrslit Síminn Invitational fara fram í kvöld. Stigahæsti skákmaður Íslands, stórmeistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson, teflir þá við Hannes Hlífar Stefánsson, fyrrum stigahæsta skákmann Íslands og þrettánfaldan Íslandsmeistara. Þeir félagar Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með skákskýringar í kvöld í beinni á netinu en jafnframt verður boðið upp á skýringar á svæðinu, Helgi Áss Grétarsson verður veislustjóri á Arena ásamt Veroniku Steinunni Magnúsdóttur og von er á Vasyl Ivanchuk á svæðið. Alvöru veisla fyrir skákáhugamenn og eru allir velkomnir á Arena en einvígið hefst laust eftir klukkan 18:00.

Útsending verður á streymisrásum Rafíþróttasambandsins og Sjónvarpi Símans. Sá vinnur sem fyrr kemst í 5½ vinning. Verði jafnt eftir tíu skákir verður teflt til þrautar þar til annar vinnur skák.

Beinar útsendingar RÍSÍ

Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru SíminnLengjanCollab og Ljósleiðarinn.

„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

Leiðin í úrslit:

16-manna úrslit:

9. janúar

  • Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
  • Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4

26. janúar

  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
  • Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
  • Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2

9. febrúar

  • Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
  • Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
  • Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4

Átta manna úrslit:

9. mars

  • Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson 2,5-3,5
  • Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5

16. mars

  • Aleksandr – Hilmir 3,5-1,5
  • Vignir – Símon 3,5-0,5

Undanúrslit:

23. mars

Helgi Ólafsson- Hannes Hlífar Stefánsson 5-6

30. mars

Vignir Vatnar Stefánsson – Aleksandr Domalchuk Jonasson 5,5-0,5

- Auglýsing -