Alþjóðlegi skákdómarinn, þáttastjórnandinn og einn virkasti hrað- og atskákmaður landsins, Kristján Örn Elíasson hefur boðið fram krafta sína til embættis forseta Skáksambands Íslands.

Kristján hefur sinnt ýmsum störfum innan skákhreyfingarinnar ásamt því að vera með virkustu skákmönnum landsins. Kristján hefur einnig verið í forsvari fyrir Skákfélag Íslands auk þess að stjórna vinsælum skákþætti á Útvarpi Sögu þar sem yfir 100 þættir hafa farið í loftið!

Kristján hefur tilkynnt sitt framboð til SÍ en aðalfundurinn fer fram 14. júní næstkomandi í félagsheimilinu í Húnabyggð.

- Auglýsing -