Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 2. júní, í Friðrikssal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í níunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. (Athugið – klukkutíma fyr en vanalega á kvöldhraðskákmótum í TR)
Tefldar verða 11 eða 13 umferðir (kosið á skákstað) með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Verðlaun:
- 1.sæti 25.000 kr.
- 2.sæti 15.000 kr.
- 3.sæti 10.000 kr.
- U2000 Bókaverðlaun
- Efsti Truxinn (TR-ingur á grunnskólaaldri) Bókaverðlaun
Sigursælastir á mótinu eru Vignir Vatnar Stefánsson og Arnar Gunnarsson sem hafa unnið mótið þrisvar sinnum.
Meistaramótið markar lok starfsárs ungmennahreyfingar Taflfélags Reykjavíkur. Margir af sterkustu hraðskákmönnum þjóðarinnar taka þátt. Sigurvegarar fyrri móta:
- 2024 IM Arnar Gunnarsson
- 2023 GM Vignir Vatnar Stefánsson
- 2022 IM Vignir Vatnar Stefánsson
- 2021 IM Vignir Vatnar Stefánsson
- 2020 IM Davíð Kjartansson
- 2019 IM Arnar Gunnarsson
- 2018 IM Guðmundur Kjartansson
- 2017 IM Arnar Gunnarsson
Verðlaun skiptast eftir Hort kerfinu.
Þátttökugjald er 1000kr fyrir fullorðna en 500kr fyrir 17 ára og yngri. Ókeypis fyrir IM og GM. Skráning í mótið fer fram í gegnum hefðbundið skráningarform.